top of page

Hér er samantekt sem má lesa um nokkrar af þeim konum sem lagt hafa sitt að mörkum í sögu stærðfræðinnar sem birtust upprunalega á Facebook-síðu búðanna. Fleiri konur munu bætast við en áhugasöm geta einnig lesið sér meira til á síðum eins og þessari.

download-5.jpg
looking-up.jpg

Hypatia (355-415) er fyrsti kvenstærðfræðingurinn sem heimildir eru til um! Hún hélt áfram skrifum föður síns með það markmið að viðhalda grískri þekkingu á stærðfræði og stjörnufræði á erfiðum tímum í Alexandríu. Verk sem eignuð eru henni eru athugasemdir og útskýringar á rúmfræði og talnafræði ásamt stjarnfræðilegum töflum. Auk þess rannsakaði hún keilusnið, sem myndast þegar tvöföld keila er skorin með fleti. Með þessum verkum spannaði hún yfir erfiðari og nútímalegri stærðfræði en faðir hennar hafði gert. Hún var fremsti stærðfræðingur og stjörnufræðingur sinna tíma.

Wang Zhenyi (1768-1797) varð aðeins 29 ára gömul en mjög afkastamikil þrátt fyrir stutt líf. Hún skrifaði margar bækur og greinar á ýmsum sviðum sem útskýrðu meðal annars hornaföll og samband tungl- og sólmyrkva. Til þess að útskýra betur tunglmyrkva gerði hún eftirlíkingu af fyrirbærinu í skála í garðinum sínum þar sem borð var jörðin, lampi var notaður í stað sólar og spegill átti að líkja eftir tunglinu. Hún var ósatt með hið flókna mál sem oft var notað í fræðilegum bókum og endurskrifaði nokkur þekkt rit á einfaldara máli, til dæmis um þyngdaraflið (ástæðuna fyrir því að fólk fellur ekki af jörðinni) og hún þróaði einfaldari aðferðir við margföldun, deilingu og fleira. Eftir hana eru þrettán bindi af ljóðum og öðrum listrænum verkum, auk þess sem hún var afar fær í bogfimi og bardagalistum.

power-in-numbers-wang-zhenyi.jpg
2702574d20960a03664c9d52a1ff1885.jpg
156639708_246186483822144_3282671763215254602_n.jpg

Emilie du Chatelet (1706-1749) þýddi verk Isaac Newton, Principia Mathematica, á frönsku sem var um árabil eina franska þýðingin. Hún bætti einnig við eigin athugasemdum, þar sem hún betrumbætti aflfræði Newtons með því að bæta við nýju varðveislulögmáli fyrir heildarorku, þar sem hreyfiorka er einn þáttur. Rannsókn hennar á eðli elds spáði fyrir um það sem nú er þekkt sem innrauð geislun og svo hefur gígur á Venus hefur verið nefndur í höfuðið á henni. Hún þýddi ljóðabókina Dæmisaga býflugnanna og bætti við inngangi þar sem hún leggur mikla áherslu á að konur fái menntun til þess að þær fái aðgang að lista- og vísindavetfangi samfélagsins.

Maria Agnesi (1718-1799) fékk góða menntun og gat talað latínu, grísku, hebresku, ítölsku, frönsku, spænsku og þýsku. Vegna mikilla veikinda í æsku var hún lengi rúmliggjandi og notaði þann tíma til að læra um rúmfræði og um fræðin á bakvið ferla skotvopna. Þegar hún varð eldri skrifaði hún greinagóða lýsingu af rannsóknum í algebru og stærðfræðigreiningu sem birtust í tveimur stórum bindum, sem er fyrsta ritið sem fjallaði um bæði diffur- og heildunarreikning í sömu skrifum. Í öðru þeirra talar hún um sérstakan feril sem kallast nú Agnesi boglínan. Ítalska orðið fyrir boglínu, versoria, er mjög líkt ítalska orðinu versiera, sem þýðir norn. Þetta stærðfræðilega fyrirbæri hefur því einnig verið kallað “witch of Agnesi”. Fyrir vinnu sína sendi páfinn henni gullkrans og gullmedalíu. Hún var fyrsta konan til að vera ráðin stærðfræðiprófessor í háskóla.

44Zix-Ds_400x400.jpg
Witch_of_Agnesi_(Agnesi,_1748).jpg
26646856911_ca242812ee_o_1.jpg
DlhosjcXsAATjhC.jpg

Katherine B. Johnson (1918-2020) reiknaði og greindi ferla margra geimfara á þeim rúmlega þremur áratugum þar sem hún vann fyrir NASA. Vinna hennar og deildarinnar sem hún stýrði var ómissandi hlekkur í ýmsum stórum verkefnum á vegum NASA, til dæmis að reikna út hvar og hvenær skyldi skjóta Apollo 11 geimfarinu af stað til tunglsins. Deildin, þekkt sem "West Computers" fóru yfir gögn og framkvæmdu handvirkt flókna stærðfræðilega útreikninga fyrir verkfræðingana hjá stofnuninni. Katherine lýsti samstarfskonum sínum sem "tölvum sem klæðast pilsum". Nafn hennar er á 26 rannsóknarskýrslum og þegar stafrænar tölvur urðu viðameiri í starfsemi stofnunarinnar var traustið á þeim meira þegar Katherine byrjaði að nota þær vegna orðspors hennar og nákvæmni. Eftir að tölvur voru alfarið teknar í notkun bað geimfarinn John Glenn hana um að fara yfir útreikningana fyrir braut geimflaugarinnar sem hann myndi ferðast í á sporbaug umhverfis jörðu, þar sem hann treysti henni betur en tölvunum. Á stórum parti þess tíma var deild Katherine aðskilin öðrum deildum, sökum kyns og kynþáttar eins og vel er farið yfir í ýmsum bókum og kvikmyndum.

Ada Lovelace (1815-1852) er talin vera fyrsti forritari sögunnar! Hún var eina barn Lord Byrons sem ekki var eignast utan hjónabands eða í framhjáhaldi. Mamma hennar lét hana læra stærðfræði og náttúruvísindi, staðráðin í að það mundi koma henni frá því að vera „skapvond og óútreiknanleg” eins og faðir hennar. Á hennar seinni árum, sem voru ekki mjög mörg, var hún beðin um að þýða franska grein sem skrifuð var um fágaða reiknivél, sem kunningi hennar hafði hannað. Hún þýddi greinina yfir á ensku og bætti við eigin athugasemdum, sem voru þrisvar sinnum lengri en greinin sjálf. Meðal athugasemdanna voru lýsingar á því hvernig vélin gæti unnið með bókstafi og önnur tákn auk venjulegra talna og hugleiðingar um aðferð til þess að láta vélina endurtaka röð aðgerða, sem er nú vel þekkt sem hinar ýmsu lykkjur í forritun. Sú athugasemd sem hefur auðlast einna mesta athygli í skrifum hennar er leið til þess að láta reiknivélina reikna út röð af Bernoulli tölum og vegna þessa er hún víða þekkt sem fyrsti forritarinn og aðferðin við að reikna tölurnar út sem fyrsta tölvuforritið. Forritunarmálið Ada er nefnt í höfuðið á henni.

ada-image-bates-blog.jpg
ada 1.jpg
Dr_Gladys_West_Hall_of_Fame.jpg
Screen Shot 2021-03-18 at 13.51.34.png

Gladys Mae West (1930-) á stóran hlut í GPS kerfinu fræga! Hún ólst upp á bóndabæ en vann hörðum höndum til þess að fá námsstyrk, sem aðeins tveimur nemendum í hverjum árgangi í skólanum sem hún var í hlotnaðist. Seinna vann hún við forritun á stórum tölvum og við úrvinnslu gagna frá gervihnöttum. Hún tók þátt í rannsókn sem sýndi fram á tengslin milli hreyfinga Plútó og Neptúnus og forritaði seinna IBM tölvu og setti fram nákvæmari og nákvæmari útreikninga á lögun Jarðar, sem var seinna forsendan fyrir því GPS kerfi sem við þekkjum í dag. Það gerði hún með að fylgjast með gögnum frá vélum sem voru á braut um jörðina og reikna út staðsetningu þeirra. Aðspurð um notkun og áhrif GPS kerfisins svaraði hún að gögnin sem lægu bakvið það gætu verið röng eða úrelt og þætti henni því betra að framkvæma sína eigin útreikningana á kortum með blaði og blýanti.

Emmy Noether (1882-1935) var með réttindi til þess að kenna frönsku og ensku en kaus að læra stærðfræði í staðinn. Hún kláraði doktorsgráðu í stærðfræði og vann svo í háskólanum sem hún lærði í, án titils og launa og gat bara kennt ef hún var skráð sem aðstoðarmaður karlkyns kennara. Noether uppgötvaði meðal annars eðlisfræðilegar samhverfur og að reikna megi varðveislu stærða út frá samhverfum í eðlisfræðilegum kerfum í heiminum. Tengingarnar milli samhverfanna og varðveislunnar kallast nú setning Noether og er lykilatriði í kennilegri eðlisfræði. Þeirri setningu hefur verið lýst sem "ein mikilvægasta stærðfræðisetningin sem sönnuð hefur verið til að leiðbeina þróun nútíma eðlisfræði". Hún einbeitti sér einnig að víxlanlegri og óvíxlanlegri algebru og umbreytti hvernig við hugsum um hreina algebru í dag, auk þess að hún kom á fót stærðfræðinni á bakvið afstæðiskenningu Einsteins. Áhrif hennar og umfang eru sögð mun meiri en bara útfrá þeim fræðigreinum sem hún vann sjálf í. Emmy Noether var framúrskarandi stærðfræðingur og eftir þrýsting frá samstarfsmönnum og frægum vísindamönnum fékk hún kennaratitil og stöðu, þó áfram ólaunaða. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi flutti hún til Bandaríkjanna og hélt áfram að kenna og rannsaka þar við Bryn Mawr háskóla.

440px-Noether_theorem_scheme.png
Noether.jpg
Maryam 1.jpg
angle_billiards.jpg

Maryam Mirzakhani (1977-2017) var íranskur stærðfræðingur og ávallt framúrskarandi í stærðfræðinámi- og rannsóknum sínum. Hún hlaut gullmedalíu tvö ár í röð á Ólympíuleikunum í stærðfræði og hélt áfram að sanka að sér verðlaunum og viðurkenningu fyrir ýmist keppnir eða vinnu sína seinna á lífsleiðinni. Áhugasvið hennar fór þvert á fræðigreinar og voru til dæmis rannsóknir hennar á ýmis konar rúmfræði mikilvæg fyrir skammtasviðsfræði en hafði einnig hagnýtingu í verkfræði og eðlislægum vísindum. Innan stærðfræðinnar reyndust uppgötvanir hennar gagnlegar þegar skoða á prímtölur og dulkóðun. Í samvinnu við annan stærðfræðing tæklaði hún og skrifaði 200 blaðsíðna grein um aldagamla ráðgátu innan stærðfræðinnar: feril billjardkúlu sem ferðast um marghyrnt borð. Í nálgun þeirra er ekki bara eitt billjardborð skoðað heldur frekar alheimur allra mögulegra billjardborða. Fyrir þessa miklu vinnu og fleira fékk hún Fieldsmedalíuna, virtustu verðlaun sem veitt eru í stærðfræði. Það verk er sagt hafa marka upphaf nýrra tíma í stærðfræðinni og því líkt við að áður „hafi það verið eins og að reyna að höggva niður skóg með handexi, en að nú hafi þau fundið upp keðjusögina”.

Mary Somerville (1780-1872) var skoskur vísindamaður, rithöfundur og fjölfræðingur, sérstaklega á sviði stærðfræði og stjörnufræði. Í æsku hélt lestur henni upptekinni þegar slæmt var í veðri. Hún hélt áfram námi eftir að eiginmaður hennar (og frændi), sem hafði ekki farið leynt með fordóma sína gegn menntun kvenna, lést. Eftir að hafa lært meiri stærðfræði byrjaði hún að leysa verkefni sem birtust í stærðfræðitímariti herskólans við Marlow og birti blaðið Mathematical Repository fimm lausnir hennar þar sem ekki var getið til nafn hennar heldur stóð aðeins að lausnirnar væru eftir "A Lady". Seinna teygði nám hennar sig yfir á fleiri svæði, nánar tiltekið í stjörnufræði, efnafræði, jarðfræði, smásjártækni, rafmagnsfræði og segulfræði. Hún kenndi Ödu Lovelace (sem áður hefur verið fjallað um) og hélst vinskapurinn áfram á milli kvennanna, þegar Ada lenti í erfiðleikum varðandi stærðfræðina gekk hún að húsi Mary og þær ræddu málin yfir tebolla. Mary skildi ýmis rit eftir sig, bæði eigin verk, eins og rit um tengsl ljós og segulmagns sem bar titilinn "Segulmögnuðu eiginleikar hinna fjólubláu geisla sólrófsins" og "Mekanismi himnanna" sem fjallar um stærðfræðina á bakvið hreyfingar reikistjarnanna í sólkerfinu (sjá seinni mynd), sem og þýðingar á verkum annarra, til dæmis fimm binda verk Laplace, sem hún stækkaði einnig með eigin athugasemdum. Þegar John Stuart Mill skipulagði undirskriftasöfnun til stuðnings þess að konur fengju kosningarétt fékk hann Mary Somerville til að skrifa nafn sitt fyrst á listann. Þegar hún lést árið 1872 stóð í minningargrein hennar að þótt erfitt gæti reynst að velja þarna um miðja nítjándu öld hver kóngur vísindanna væri, þá væri engin spurning um hver væri drottning þeirra. Mary Somerville prýðir nú 10 punda seðil Skotlands.

220px-Thomas_Phillips_-_Mary_Fairfax,_Mrs_William_Somerville,_1780_-_1872._Writer_on_scien
220px-Page_44_from_Mechanism_of_the_Heaven,_Mary_Somerville_1831.png
220px-Mary_cartwright.jpg
lossy-page1-220px-Young_Skewes_Schieldrop_Tricomi_Cartwright_Zurich1932.tif.jpg

Mary Cartwright (1900-1998) var breskur stærðfræðingur. Setning Cartwright er setning sem hún setti fram sem gefur námundun á hágildi fágaðs falls sem tekur sama gildið eigi oftar en p sinnum á einingarskífunni. Hún einfaldaði sönnun Hermite á óræðni π og gat séð fyrir sér margar lausnir á því vandamáli sem seinna varð þekkt sem dæmi um fiðrildaáhrifin. Hún var fyrsta konan sem fékk Sylvester medalíu, sú fyrsta til að sitja í stjórn breska vísindafélagsins og sú fyrsta til að vera forseti breska stærðfræðafélagsins og stærðfræðafélags London. Á seinni myndinni má sjá hana ásamt fleiri konum sem sóttu alþjóðlegt þing stærðfræðinga árið 1932.

Maryna Viazovska (1984-) er úkraínskur stærðfræðingur og ein af þeim fjórum sem hlutu Fields medalíuna árið 2022, virt verðlaun sem kalla mætti Nóbel-verðlaun stærðfræðanna fyrir utan þá staðreynd að eingöngu einstaklingar undir 40 ára aldri koma til greina við tilnefningu. Medalíuna fær hún meðal annars fyrir vinnu sína við kúlnatroðslu (e. sphere packing) og að finna almennar formúlur fyrir hámarksfjölda kúlna sem komast fyrir í afmörkuðu annars vegar 8 og hins vegar 24 víðu rúmi. Maryna er prófessor og sitjandi formaður talnafræðideildar stærðfræðistofnunar École Polytechnique Fédérale de Lausanne í Sviss. Stutt myndskeið þar sem Maryna fjallar um verk sín má finna á þessari slóð.

Maryna_Vazovska_MFO_2013_crop.jpg
160px-Close_packing_box.svg.png
bottom of page