top of page

Búðirnar

Stelpur diffra eru stærðfræðinámsbúðir fyrir áhugasamar stelpur og stálp á aldrinum 16-18 ára

Í vikulöngu prógrammi eru þemadagar þar sem farið verður yfir þær greinar sem falla undir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna en einnig verður alls konar skemmtileg stærðfræði skoðuð sem ekki er fjallað um almennt í framhaldsskólum.
Samhliða er unnið að sjálfstyrkingu í gegnum jafnréttisfræðslu og með því að skoða mikilvægi (og ósýnileika) stærðfræðikvenna í gegnum söguna 

Eru búðirnar fyrir mig?

Hefur þú pælt í því hvernig rúmfræðin birtist í byggingum og blómum? Hvernig virkar lausn á annars stigs jöfnum? Hvað það er sem stýrir auglýsingunum sem þú færð á samfélagsmiðlum? Þær sem hafa áhuga og langar að gefa sér tíma til að læra meira um stærðfræði, bæði grunninn og hvernig hún er allt í kring um okkur, eru velkomnar! Það skiptir ekki máli hvort þú myndir setja "stærðfræðinörd" á ferilskránna eða hvort þér fannst gaman í skylduáföngum og værir til í að skoða stærðfræðina betur, svo lengi sem áhuginn er fyrir hendi (og það þarf ekki að kunna að diffra).

Tæknilegar upplýsingar

​Námsbúðirnar verða haldnar 12.-16. ágúst í húsakynnum Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti í alla tíma og er þátttökugjaldið 5.000 kr, en engum verður vísað frá sökum fjárskorts. 

Umsjónarmenn búðanna

Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði

Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun

Nanna Kristjánsdóttir, nanna@stelpurdiffra.is

bottom of page